HEIMILISFANG

Hlemmur Mathöll

Laugavegur 107

101 Reykjavík

Ísland

HAFÐU SAMBAND

 

arkiteo@arkiteo.is

Sími: 662 1662

 

AFGREIÐSLUTÍMAR

​Í SUMAR

12:00-23:00

Ísinn okkar

Við erum algjörlega staðráðin í að búa til eins góðan ís og mögulegt er. Þess vegna búum til ísinn á staðnum á hverjum degi beint fyrir framan þig með úrvals hráefni frá úrvals framleiðendum eins beint frá bónda og mögulegt er hverju sinni. Með því að einbeita okkur að nokkrum góðum bragðtegundum í einu, úr fallegum og náttúrlegum bragðefnum þá erum við líka að búa til einstaka upplifun fyrir viðskiptavininn. Við göngum til verka eins og atvinnumenn í íþróttum: aldrei alveg sáttir, alltaf að pressa fram besta mögulega bragðið og gera okkar besta. Hvort sem það er í viðskiptum, tækni eða í listinni að búa til ís og þjóna viðskiptavininum. Við elskum að þjóna og gleðja fólk. Fátt gerir okkur glaðari en þegar viðskiptavinurinn smakkar ísinn okkar og brosir breitt og segir jafnvel hin fleigu orð „Oh mæ god hvað þetta er gott“.

AÐFERÐIN

Ísinn okkar er frystur með fljótandi köfnunarefni sem er – 196°C sem gerir það að verkum að það myndast engir ískristallar. Hann verður silkimjúkur eins og mjúkt smjör og bráðnar undursamlega í munninum. Hann er mjög þéttur í sér og inniheldur u.þ.b. 5% loft á meðan venjulegir ísar úr vél eru með allt að 30-50% loft - og hver vill kaupa loft? Við notum engin aukaefni eða litarefni. Þess vegna hafa ísarnir okkar náttúrulega liti og endurspegla hin náttúrulegu hráefni sem eru í ísnum. Við trúum því að með því að leggja mikla vinnu við að búa til bragðtegundirnar okkar úr náttúrulegum hráefnum þá fáum við flotta áferð og djúp brögð úr hverri og einni bragðtegund. 

UMHVERFIS STEFNA

Okkur þykir vænt um náttúruna og veljum að vera náttúruvæn í öllum innkaupum og framleiðslu á ísnum. Við notum vörur (meðal annars frá Vegware og Lucart) þar sem það er hægt sem brotna mjög hratt og auðveldlega í umhverfinu. Á sumrin erum við með ísvagn niðri í bæ þar sem við seljum ís í boxum. Sá vagn er drifin af hjóli og mengar þessvegna ekki neitt! Meira að segja ísinn okkar er umhverfisvænn – þú kaupir hann og borðar og úps, hann er horfinn.